Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 10. kafla.
Ef 4,40 g af gastegund eru 3,50 L við 560 torr og 41°C þá er mólmassi hennar
Eðlismassi SO2(g) við 0,960 atm og 35°C er
Eðlismassi H2O(g) við 0,122 atm og 25,5°C er
Þegar magnín er hitað þá er það mjög hvarfgjarnt og það má nota til að hreinsa súrefni úr íláti með efnahvarfinu: 2Mg(s) + O2(g) --> 2MgO(s). Í 0,382 L íláti er súrefni við við 3,50 · 10-6 torr þrýsting og 27°C hita. Til að hvarfast við allt O2(g) í ílátinu þarf af magníni
Ammóníumsúlfat er mikilvægur plöntuáburður sem má framleiða með efnahvarfi ammóníaks við brenniisteinssýru: 2NH3(g) + H2SO4(aq) --> (NH4)2SO4(aq) Rúmmál ammóníaks við 20°C og 25,0 atm, sem þarf til að hvarfast við 15,0 kg af H2SO4, er
Metani má umbreyta í etan með efnahvarfinu 2CH4(g) + 1/2O2(g) --> C2H6(g) + H2O(g). Rúmmál súrefnis við 500°C og 10,0 atm, sem þarf til að hvarfast við 1,00 kg af CH4(g), er
Í mannslíkama hvarfast glúkósi, C6H12O6(s), loftháð samkvæmt jöfnunni: C6H12O6(s) + 6O2(g) --> 6CO2(g) + 6H2O(l) eða hvarfast á loftfirrðan hátt samkvæmt jöfnunni: C6H12O6(s) --> 2CO2(g) + 2C2H5OH(l). Ef 289,6 g af glúkósa hvarfast þá myndast af CO2(g), sem mælt er við STP, í hvoru tilviki
Ef mynda á 7,5 g af NH3(g) samkvæmt efnajöfnunni: Mg3N2(s) + 6H2O(g) --> 3Mg(OH)2(aq) + 2NH3(g) og með ofgnótt af Mg3N2(s) þarf rúmmál vatnsgufu, sem mæld er við STP, að vera
Hvert af eftirtöldum efnasýnum hefur mest rúmmál við staðalhita og þrýsting (STP)?
Rúmmál vetnis, sem mælt er við 750 torr og 25°C, og myndast þegar 25,0 mL af 3,00 M HCl hvarfast við ofgnótt magníns, er
Vetni er safnað yfir vatni við 21°C og 748 torr þrýsting. Rúmmál sýnis er 512 ml og gufuþrýstingur vatns er 18,7 torr við 21°C. Massi vetnis í sýninu er
Vetni er myndað með hvarfi sinks við brennisteinssýru: Zn(s) + H2SO4(aq) --> ZnSO4(aq) + H2(g) Vetninu er safnað yfir vatni og myndast af því 159 mL við 24°C þegar þrýstingur í ílátinu er 738 torr. Töflu yfir gufuþrýsting vatns við mismunandi hita er að finna í námsbókinni á bls. 1040. Af sinkinu hafa þá hvarfast
Árangur: Rétt svör:
Vinsamlegast sendið athugasemdir til Björns Búa, bjornbui@mr.is, Menntaskólanum í Reykjavík.