Efnafræðideild
Safn
Eðlismassi
Hugtök
Eindir
Rafeindaskipan
Efnajöfnur
Jónaefni
Nöfn
Formúlumassi
Mólfjöldi
Hreyfing
Kraftlögmálið
Að stilla efnajöfnur
- Efnajafna lýsir því hvernig efni breytast við efnahvarf, ný efni myndast þegar önnur eyðast.
- Atómin varðveitast við efnahvarfið,
það er sami fjöldi atóma af hverri gerð fyrir og eftir efnahvarf.
- Stillt efnajafna sýnir hlutfallið á milli efnanna sem koma við sögu í hvarfinu.
Bruni metangass
Þegar metangas brennur hvarfast það við súrefni og myndar koldíoxíð og vatn.
Efnajafnan, sem lýsir hvarfinu, er stillt í nokkrum skrefum:
- Fyrst eru tákn efnanna sem hvarfast rituð: CH4(g) + O2(g).
- Þá er rituð ör —> sem sýnir í hvaða átt hvarfið gengur. Örin táknar einnig jafnaðarmerki.
- Hægra megin við örina eru efnin sem myndast rituð: CO2(g) + H2O(g).
CH
4(g) + O
2(g) —> CO
2(g) + H
2O
(g)
Nú á eftir að stilla jöfnuna, það eru ekki jafnmörg atóm af hverri gerð fyrir og eftir hvarfið:
- Í vinstri hlið jöfnunnar eru fjögur vetnisatóm í CH4 sameindinni en í H2O sameindinni eru aðeins tvö vetnisatóm þess vegna þarf tvær H2O sameindir.
CH
4(g) + O
2(g) —> CO
2(g) +
2H
2O
(g)
- Þá eru fjögur súrefnisatóm í hægri hlið jöfnunnar en aðeins tvö í vinstri hlið, þess vegna þarf tvær O2 sameindir.
CH
4(g) +
2O
2(g) —> CO
2(g) +
2H
2O
(g)
- Þar með er efnajafnan stillt.
Myndun vatns
Sem kunnugt er þá hvarfast vetni við súrefni og myndar vatn.
Stilltu eftirfarandi jöfnu með því að skrá tölur í reitina framan við tákn sameindanna.
Ef talan 1 á að koma í reit, má hann vera auður.
Myndun ammoníaks
Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir myndun ammoníaks úr nitri og vetni.
Bruni metanóls
Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir bruna metanóls í nægu súrefni.
Hreinsun kísils
Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir eitt skrefið í framleiðslu á hreinum kísil.
Það felst í því að kísiltetraklóríð hvarfast við magnín
en við það myndast magnínklóríð og kísill.
Myndun fosfórtríhýdríðs
Stilltu eftirfarandi efnajöfnu sem sýnir hvernig kalsínfosfíð hvarfast við vatn og myndar fosfórtríhýdríð og kalsínhydroxíð. Fosfórtríhýdríð er oftast nefnt fosfín.
EFST