Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Dæmi við 7. kafla

Fyrra númerið við dæmin á við 9. útgáfu bókarinnar en það seinna á við 10. útgáfu.

7.1, 7.7

Hvers vegna gat Mendeljeff skilið eftir auð sæti í lotukerfinu sem hann bjó til?
Hvernig gat hann spáð fyrir um eiginleika frumefnanna sem áttu að vera í þessum sætum? Ábending og svar

7.3, 7.9

  1. Hvað er átt við með virkri kjarnahleðslu?
  2. Hvernig breytist virk kjarnahleðsla, sem verkar á gildisrafeindir, þegar farið er frá vinstri til hægri eftir lotu í lotukerfinu? Ábending og svar

7.7, 7.13

Hvort verkar stærri virk kjarnahleðsla á rafeindir með þriðju aðalskammtatölu, n = 3, hjá argoni eða kryptoni? Hjá hvoru frumefninu eru þessar rafeindir nær kjarnanum? Útskýrðu. Ábending og svar

7.8, 7.14

Raðaðu atómunum K, Mg, P, Rh og Ti í röð eftir vaxandi virkri kjarnahleðslu sem verkar á rafeindir með aðalskammtatölu n = 3. Útskýrðu á hverju þú byggir röðunina. Ábending og svar

7.11, (7.17)

Fjarlægðin á milli kjarna gullatóma í gullmálmi er 0,288 nm. Hver er atómradíus gulls við þessar aðstæður? Þessi radíus er nefndur málmradíus. Ábending og svar

7.13, 7.19

Áætlaðu lengd tengis á milli As og I með því að nota upplýsingar sem fram koma á mynd 7.5. Berðu gildið sem þú áætlar saman við 0,255 nm sem er mæld lengd tengja í efninu AsI3. Ábending og svar

7.15, 7.21

Hvernig breytist stærð atóma þegar farið er

  1. frá vinstri til hægri í lotukerfinu?
  2. niður flokk í lotukerfinu?
  3. Raðaðu efnunum F, P, S, As í röð eftir vaxandi stærð atómradíusa. Ábending og svar

7.18, 7.24

Notaðu aðeins lotukerfið til að raða atómum í eftirfarandi liðum í röð eftir vaxandi atómradíus.

  1. Cs, K, Rb.
  2. In, Te, Sn.
  3. P, Cl, Sr. Ábending og svar

7.19, 7.25

  1. Hvers vegna eru atómkatjónir minni en atómin sem þær eru myndaðar úr?
  2. Hvers vegna eru atómanjónir stærri en atómin sem þær eru myndaðar úr?
  3. Hvers vegna stækka jónir sem hafa sömu hleðslu niður flokk í lotukerfinu? Ábending og svar

7.21, 7.27

Athugaðu eftirfarandi mynd sem á að sýna efnahvarf

Hvor kúlan táknar málm og hvor táknar málmleysingja? Útskýrðu. Ábending og svar

7.23, (7.29)

  1. Hvað er samrafeindaröð?
  2. Hvaða óhlaðið atóm hefur jafnmargar rafeindir og jónirnar: i) Cl-, ii) Se2-, iii) Mg2+? Ábending og svar

7.24, 7.30

Veldu úr hverjum eftirfarandi liða tvær efniseindir sem hafa jafnmargar rafeindir:

  1. K+, Rb+, Ca2+,
  2. Cu+, Ca2+, Sc3+,
  3. S2-, Se2-, Ar.
  4. Fe2+, Co3+, Mn2+. Ábending og svar

7.27, 7.33

Raðaðu atómunum og jónunum í eftirfarandi liðum í röð eftir vaxandi stærð:

  1. Se2-, Te2-, Se.
  2. Co3+, Fe2+, Fe3+.
  3. Ca, Ti4+, Sc3+.
  4. Be2+, Na+, Ne. Ábending og svar

7.32, 7.38

  1. Hvers vegna hefur Li hærri jónunarorku en Na?
  2. Hvers vegna er mismunurinn á þriðju og fjórðu jónunarorku skandíns mikið meiri en mismunurinn á milli þriðju og fjórðu jónunarorku títans?
  3. Hvers vegna er önnur jónunarorka Li mikið hærri en önnur jónunarorka Be? Ábending og svar

7.33, 7.39

  1. Hvaða almennt samband er á milli stærðar atóms og fyrstu jónunarorku þess?
  2. Hvaða frumefni hefur mestu jónunarorku og hvaða frumefni hefur minnstu jónunarorku? Ábending og svar

7.36, (7.41)

Hvort frumefnið í eftirfarandi pörum hefur hærri fyrstu jónunarorku. Útskýrðu svörin með því að nota rafeindaskipan efnanna og virka kjarnahleðslu.

  1. Sr eða Cd.
  2. Si eða C.
  3. In eða I.
  4. Sn eða Xe. Ábending og svar

7.45, 7.53

Hvert er samband málmeiginleika frumefna og fyrstu jónunarorku þeirra? Ábending og svar

7.47, 7.55

Ákvarðaðu, fyrir hvert eftirfarandi par, hvort frumefnið hafi meiri málmeiginleika.

  1. Li eða Be.
  2. Li eða Na.
  3. Sn eða P.
  4. Al eða B. Ábending og svar

7.49, 7.57

Ákvarðaðu fyrir hvert eftirfarandi efni hvort það er jónaefni eða sameindaefni og útskýrðu á hverju þú byggir svörin. SO2, MgO, Li2O, P2O5, Y2O3, N2O og XeO3. Ábending og svar

7.57, 7.67

  1. Hvers vegna er kalsín, Ca, í flestum tilvikum hvarfgjarnara en magnín, Mg?
  2. Hvers vegna hvarfast kalsín í flestum tilvikum tregar en kalín, K?Ábending og svar

7.65, 7.75

Fram á sjöunda áratug síðustu aldar voru efnin í flokki 8A nefnd óhvarfanlegar lofttegundir. Hvers vegna fengu þær þetta nafn og hvers vegna á það ekki við lengur? Ábending og svar

7.67, 7.77

Ritaðu stilltar efnajöfnur fyrir eftirfarandi efnahvörf:

  1. Klofnun ósons í súrefni, O2(g).
  2. Hvarf xenons við flúor. Ritaðu jöfnur þriggja hvarfa.
  3. Hvarf brennisteins við vetni.
  4. Hvarf flúors við vatn. Ábending og svar

7.69

  1. Hvort efnið tellúr, Te, eða joð, I, er betri rafleiðari?
  2. Hvernig er sameindin, sem brennisteinn myndar venjulega, frábrugðin sameind súrefnis?
  3. Hvers vegna er klór oftast hvarfgjarnara en bróm? Ábending og svar

7.76

Reiknaðu lengd efnatengja í efnunum a) MoF6, b) SF6 og c) ClF með því að nota upplýsingar sem lesa má af mynd 7.5. Ábending og svar

7.82

Hvaða samband er á milli jónunarorku anjónar með hleðsluna einn mínus s.s. F- og rafeindafíknar óhlaðna atómsins, F? Ábending og svar

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Réttur HTML 4.01 kóði! Réttur CSS-kóði