Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Dæmi við 6. kafla

Fyrra númerið við dæmin á við 9. útgáfu bókarinnar en það seinna á við 10. útgáfu.

6.3, 6.11

Merktu við eftirfarandi fullyrðingar rétt eða rangt og leiðréttu þær sem eru rangar.

  1. Sýnilegt ljós er rafsegulgeislun.
  2. Tíðni geislunar eykst með vaxandi bylgjulengd.
  3. Útfjólublátt ljós hefur lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós.
  4. Hraði rafsegulbylgna er jafn hraða hljóðbylgna.
    Ábending og svör

6.5, 6.13

Raðaðu eftirfarandi rafsegulgeislun í röð eftir vaxandi bylgjulengd:

  1. Innrautt ljós,
  2. grænt ljós,
  3. rautt ljós,
  4. útvarpsbylgjur,
  5. röntgengeislar,
  6. útfjólublátt jós. Ábending og svör

6.7, 6.15

  1. Hver er tíðni geislunar sem hefur bylgjulengdina 0,452 pm?
  2. Hver er bylgjulengd geislunar með tíðnina 2,55·1016s-1?
  3. Er geislunin í a) eða b) lið sýnilegt ljós?
  4. Hvaða vegalengd fer rafsegulgeislun á 7,50 ms?Ábending og svör

6.9, 6.17

Örvuð kvikasilfursatóm senda frá sér sterka geislun með bylgjulengdina 431 nm.
Hver er tíðni geislunarinnar?
Hver er litur ljóssins?
Ábending og svör

6.11, 6.19

  1. Hvað er átt við þegar sagt er að orka sé skömmtuð?
  2. Hvers vegna verðum við ekki vör við orkuskammta í okkar daglega lífi? Ábending og svör

6.13, (6.21)

  1. Reiknaðu minnsta magn orku sem getur verið geislað eða gleypt með geislun af bylgjulengdinni 812 nm.
  2. Reiknaðu orku ljóseindar með tíðnina 2,72·1013s-1.
  3. Hver er bylgjulengd ljóseinda með orkuna 7,84·10-18J?
    Úr hvaða hluta rafsegulrófsins eru þessar ljóseindir? Ábending og svör

6.21, 6.29

Minnsta tíðni ljóseinda, sem getur losað rafeindir af yfirborði málmsins molýbeden, er 1,09·1015s-1.

  1. Hver er minnsta orka sem þarf til að losa rafeindirnar?
  2. Hver er bylgjulengd geislunarinnar?
  3. Ef ljós með bylgjulengdina 120 nm skín á yfirborð molýbedens hver er þá hámarks skriðorka rafeindanna sem ljósið losar af málmyfirborðinu?Ábending og svör

6.51, 6.59

Er orka svigrúmanna s, p, d og f á ákveðinni orkuhæð (fyrir ákveðna aðalskammtatölu) mismunandi
a) annars vegar hjá vetni og b) hins vegar hjá atómi með margar rafeindir?
Ábending og svör

6.53, 6.61

  1. Hvaða gildi getur spunaskammtatala rafeindar haft?
  2. Hvaða tæki má nota til að greina í sundur rafeindir með gagnstæðan spuna?
  3. Tvær rafeindir eru í 1s svigrúmi atóms. Hvaða stærð verður að vera mismunandi hjá þessum tveimur rafeindum?
    Samkvæmt hvaða lögmáli er það? Ábending og svör

6.55, (6.63)

Hver er hámarksfjöldi rafeinda sem getur verið á eftirfarandi undirsvigrúmum?

  1. 3d
  2. 4s
  3. 2p
  4. 5f
    Ábending og svör

6.57, 6.65

  1. Hvað táknar hver reitur í svigrúmatöflu?
  2. Hvað táknar ör upp og ör niður í svigrúmatáknun rafeinda?
  3. Er regla Hunds nauðsynleg til að rita rétt rafeindaskipan beryllins?
    Ábending og svör

6.59, 6.67

Ritaðu rafeindaskipan eftirfarandi atóma, nota má eðalgas-styttinguna.

  1. Cs
  2. Ni
  3. Se
  4. Cd
  5. Ac
  6. Pb
    Ábending og svör

6.61

Ritaðu svigrúmatáknun gildisrafeinda eftirfarandi frumefna. Tilgreindu hversu margar óparaðar rafeindir eru í hverju tilviki.

  1. S
  2. Sr
  3. Fe
  4. Zr
  5. Sb
  6. U
    Ábending og svör

6.63, 6.71

Hvaða atóm hafa eftirfarandi rafeindaskipan?

  1. 1s2 2s2 2p6 3s2
  2. [Ne] 3s2 3p1
  3. [Ar] 4s1 3d5
  4. [Kr] 5s2 4d10 5p4Ábending og svör

6.65, 6.73

Hvað er rangt við eftirfarandi rafeindaskipan atóma í lægstu orkustöðu?

  1. 1s2 2s2 3s1
  2. [Ne] 2s2 2p3
  3. [Ne] 3s2 3d5Ábending og svör

6.67, 6.75

Athugaðu eftirfarandi bylgjur sem eiga að tákna tvær gerðir rafsegulgeislunar.

  1. Hver er bylgjulengd hvorrar bylgju?
  2. Hver er tíðni hvorrar bylgju?
  3. Hvaða hluta rafsegulrófsins tilheyrir hvor bylgja?
    Ábending og svör

6.81

Hversu mörg svigrúm eru hjá eftirfarandi?

  1. 3s
  2. 2p
  3. 4d
  4. n = 3
    Ábending og svör

Vinsamlegast sendið athugasemdir til, bjornbui@mr.is

Réttur HTML 4.01 kóði! Réttur CSS-kóði