Dæmi við 6. kafla
Fyrra númerið við dæmin á við 9. útgáfu bókarinnar en það seinna á við 10. útgáfu.
6.3, 6.11
Merktu við eftirfarandi fullyrðingar rétt eða rangt og leiðréttu þær sem eru rangar.
- Sýnilegt ljós er rafsegulgeislun.
- Tíðni geislunar eykst með vaxandi bylgjulengd.
- Útfjólublátt ljós hefur lengri bylgjulengd en sýnilegt ljós.
- Hraði rafsegulbylgna er jafn hraða hljóðbylgna.
Ábending og svör
6.5, 6.13
Raðaðu eftirfarandi rafsegulgeislun í röð eftir vaxandi bylgjulengd:
- Innrautt ljós,
- grænt ljós,
- rautt ljós,
- útvarpsbylgjur,
- röntgengeislar,
- útfjólublátt jós.
Ábending og svör
6.7, 6.15
- Hver er tíðni geislunar sem hefur bylgjulengdina 0,452 pm?
- Hver er bylgjulengd geislunar með tíðnina 2,55·1016s-1?
- Er geislunin í a) eða b) lið sýnilegt ljós?
- Hvaða vegalengd fer rafsegulgeislun á 7,50 ms?Ábending og svör
6.9, 6.17
Örvuð kvikasilfursatóm senda frá sér sterka geislun með bylgjulengdina 431 nm.
Hver er tíðni geislunarinnar?
Hver er litur ljóssins?
Ábending og svör
6.11, 6.19
- Hvað er átt við þegar sagt er að orka sé skömmtuð?
- Hvers vegna verðum við ekki vör við orkuskammta í okkar daglega lífi?
Ábending og svör
6.13, (6.21)
- Reiknaðu minnsta magn orku sem getur verið geislað eða gleypt með geislun af bylgjulengdinni 812 nm.
- Reiknaðu orku ljóseindar með tíðnina 2,72·1013s-1.
- Hver er bylgjulengd ljóseinda með orkuna 7,84·10-18J?
Úr hvaða hluta rafsegulrófsins eru þessar ljóseindir?
Ábending og svör
6.21, 6.29
Minnsta tíðni ljóseinda, sem getur losað rafeindir af yfirborði málmsins molýbeden, er 1,09·1015s-1.
- Hver er minnsta orka sem þarf til að losa rafeindirnar?
- Hver er bylgjulengd geislunarinnar?
- Ef ljós með bylgjulengdina 120 nm skín á yfirborð molýbedens hver er þá hámarks skriðorka rafeindanna
sem ljósið losar af málmyfirborðinu?Ábending og svör
6.51, 6.59
Er orka svigrúmanna s, p, d og f á ákveðinni orkuhæð (fyrir ákveðna aðalskammtatölu) mismunandi
a) annars vegar hjá vetni og b) hins vegar hjá atómi með margar rafeindir?
Ábending og svör
6.53, 6.61
- Hvaða gildi getur spunaskammtatala rafeindar haft?
- Hvaða tæki má nota til að greina í sundur rafeindir með gagnstæðan spuna?
- Tvær rafeindir eru í 1s svigrúmi atóms. Hvaða stærð verður að vera mismunandi hjá þessum tveimur rafeindum?
Samkvæmt hvaða lögmáli er það?
Ábending og svör
6.55, (6.63)
Hver er hámarksfjöldi rafeinda sem getur verið á eftirfarandi undirsvigrúmum?
- 3d
- 4s
- 2p
- 5f
Ábending og svör
6.57, 6.65
- Hvað táknar hver reitur í svigrúmatöflu?
- Hvað táknar ör upp og ör niður í svigrúmatáknun rafeinda?
- Er regla Hunds nauðsynleg til að rita rétt rafeindaskipan beryllins?
Ábending og svör
6.59, 6.67
Ritaðu rafeindaskipan eftirfarandi atóma, nota má eðalgas-styttinguna.
- Cs
- Ni
- Se
- Cd
- Ac
- Pb
Ábending og svör
6.61
Ritaðu svigrúmatáknun gildisrafeinda eftirfarandi frumefna.
Tilgreindu hversu margar óparaðar rafeindir eru í hverju tilviki.
- S
- Sr
- Fe
- Zr
- Sb
- U
Ábending og svör
6.63, 6.71
Hvaða atóm hafa eftirfarandi rafeindaskipan?
- 1s2 2s2 2p6 3s2
- [Ne] 3s2 3p1
- [Ar] 4s1 3d5
- [Kr] 5s2 4d10 5p4Ábending og svör
6.65, 6.73
Hvað er rangt við eftirfarandi rafeindaskipan atóma í lægstu orkustöðu?
- 1s2 2s2 3s1
- [Ne] 2s2 2p3
- [Ne] 3s2 3d5Ábending og svör
6.67, 6.75
Athugaðu eftirfarandi bylgjur sem eiga að tákna tvær gerðir rafsegulgeislunar.
- Hver er bylgjulengd hvorrar bylgju?
- Hver er tíðni hvorrar bylgju?
- Hvaða hluta rafsegulrófsins tilheyrir hvor bylgja?
Ábending og svör
6.81
Hversu mörg svigrúm eru hjá eftirfarandi?
- 3s
- 2p
- 4d
- n = 3
Ábending og svör