Fyrra númerið við dæmin á við 9. útgáfu bókarinnar en það seinna á við 10. útgáfu.
Gas var í bullustrokki við fastan þrýsting.
Efnahvarf varð í gasinu sem gaf 89 kJ af varma og vann 36 kJ af PV-vinnu á umhverfið.
Hver var breytingin hvarfvermis, ΔH, og breyting innri orku, ΔE?
Ábending og svar
Gas var í bullustrokki við þrýsting andrúmsloftsins sem breyttist ekki.
Þegar gasinu var gefinn varminn 518 J þandist það út og vann vinnuna 127 J á umhverfið.
Hver varð breyting vermis, ΔH, og innri orku, ΔE, við þetta?
Ábending og svar
Athugaðu eftirfarandi ímynduð efnahvörf:
(1) A --> B ΔH1 = +30 kJ
(2) B --> C ΔH2 = +60 kJ
Gefin eru eftirfarandi efnahvörf:
(1.) N2(g) + O2(g) --> 2NO(g) ΔH = +180,7 kJ
(2.) 2NO(g) + O2(g) --> 2NO2(g) ΔH = -113,1 kJ
(3.) 2N2O(g) --> 2N2(g) + O2(g) ΔH = -163,2 kJ
Notaðu lögmál Hess til að reikna ΔH fyrir efnahvarfið:
N2O(g) + NO2(g) --> 3NO(g)
Ábending og svar
Notaðu töflu 5.3 til að ákvarða hvort efnahvarf súkrósa við fljótandi vatn, sem myndar glúkósa, er inn- eða útvermið.
Ábending og svar
Reiknaðu orkuna sem losnar þegar 1,0 g af fljótandi bútani, C4H10(l), brennur í nægu súrefni.
Svar
Notaðu gildi, sem finnast í töflum yfir staðalmyndunarvermi frumefna (tafla 5.3 eða Appendix C), til að reikna staðalhvarfvermi,ΔH°, efnahvarfanna:
Reiknaðu staðalmyndunarvermi fyrir dibórangas, B2H6, með því að nota eftirfarandi upplýsingar:
Vinsamlegast sendið athugasemdir til, bjornbui@mr.is