Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Dæmi við 5. kafla

Sýnidæmi

Fyrra númerið við dæmin á við 9. útgáfu bókarinnar en það seinna á við 10. útgáfu.

5.39, 5.43

Gas var í bullustrokki við fastan þrýsting. Efnahvarf varð í gasinu sem gaf 89 kJ af varma og vann 36 kJ af PV-vinnu á umhverfið. Hver var breytingin hvarfvermis, ΔH, og breyting innri orku, ΔE?
Ábending og svar

5.40, 5.44

Gas var í bullustrokki við þrýsting andrúmsloftsins sem breyttist ekki. Þegar gasinu var gefinn varminn 518 J þandist það út og vann vinnuna 127 J á umhverfið. Hver varð breyting vermis, ΔH, og innri orku, ΔE, við þetta?
Ábending og svar

5.57, 5.60

Athugaðu eftirfarandi ímynduð efnahvörf:
(1) A --> B ΔH1 = +30 kJ
(2) B --> C ΔH2 = +60 kJ

  1. Notaðu lögmál Hess til að reikna vermisbreytingu efnahvarfsins A --> C. Ábending og svar
  2. Teiknaðu skýringarmynd sem sýnir hvernig Hess lögmál gildir um vermi efnanna A, B og C. Ábending og svar

5.62, 5.64

Gefin eru eftirfarandi efnahvörf:
(1.) N2(g) + O2(g) --> 2NO(g) ΔH = +180,7 kJ
(2.) 2NO(g) + O2(g) --> 2NO2(g) ΔH = -113,1 kJ
(3.) 2N2O(g) --> 2N2(g) + O2(g) ΔH = -163,2 kJ

Notaðu lögmál Hess til að reikna ΔH fyrir efnahvarfið:

N2O(g) + NO2(g) --> 3NO(g) Ábending og svar

5.63, 5.65

  1. Hvað er átt við með staðalaðstæðum í sambandi við vermibreytingu? Ábending og svar
  2. Hvað er myndunarvermi? Ábending og svar
  3. Hvað er staðalmyndunarvermi? Ábending og svar

5.64, 5.66

  1. Hvers vegna eru töflur yfir staðalmyndunarvermi nytsamar? Ábending og svar
  2. Hvert er staðalmyndunarvermi frumefnis í stöðugasta ástandi? Ábending og svar

5.66, 5.66,b)

Notaðu töflu 5.3 til að ákvarða hvort efnahvarf súkrósa við fljótandi vatn, sem myndar glúkósa, er inn- eða útvermið.
Ábending og svar

5.70, 5.70

Reiknaðu orkuna sem losnar þegar 1,0 g af fljótandi bútani, C4H10(l), brennur í nægu súrefni.
Svar

5.72, 5.72

Notaðu gildi, sem finnast í töflum yfir staðalmyndunarvermi frumefna (tafla 5.3 eða Appendix C), til að reikna staðalhvarfvermi,ΔH°, efnahvarfanna:

  1. N2O4(g) + 4H2(g) --> N2(g) + 4H2O(g)
  2. 2KOH(s) + CO2(g) --> K2CO3(s) + H2O(g)
  3. SO2(g) + 2H2S(g) --> (3/8)S8(s) + 2H2O(g)
  4. Fe2O3(s) + 6HCl(g) --> 2FeCl3(s) + 3H2O(g).
    Ábendingar og svör

5.76a, 5.76a

Reiknaðu staðalmyndunarvermi fyrir dibórangas, B2H6, með því að nota eftirfarandi upplýsingar:

  1. 4B(s) + 3O2(g) --> 2B2O3(s), ΔH° = -2509,1 kJ
  2. 2H2(g) + O2(g) --> 2H2O(l), ΔH° = -571,7 kJ
  3. B2H6(g) + 3O2(g) --> B2O3(s) + 3H2O(l),
    ΔH° = -2147,5 kJ Ábendingar og svör

Vinsamlegast sendið athugasemdir til, bjornbui@mr.is

Réttur HTML 4.01 kóði! Réttur CSS-kóði