Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Dæmi við 4. kafla

Sýnidæmi

Fyrra númerið við dæmin á við 9. útgáfu bókarinnar en það seinna á við 10. útgáfu.

4.2, 4.11

Nemandi var spurður hvað það sé sem valdi rafleiðni í lausn af rafvaka. Svar hans var: "Það er vegna straums rafeinda í lausninni." Er svarið rétt og ef svo er ekki hvert er þá rétta svarið?
Svar

4.3, 4.12

Þegar metanól lausn er blönduð kemur í ljós að hún leiðir ekki rafstraum hins vegar hefur lausn af ediksýru dálitla rafleiðni og sýrueiginleika. Lýstu því sem gerist þegar þessi tvö efni leysast í vatni og gerðu grein fyrir mismun þeirra.
Svar

4.4, 4.13

Í þessum kafla hefur verið fjallað um þá staðreynd að mörg jónísk efni leysast í vatni sem rammir rafvakar og klofna fullkomlega í jónir. Hvaða eiginleiki vatnssameinda veldur því að mörg jónísk efni leysast vel í vatni.
Svar

4.6, 4.16

Sýndu hvernig römmu rafvakarnir:

  1. MgI2
  2. Al(NO3)3
  3. HClO4
  4. (NH4)2SO4 leysast í jónir í vatni.
    Svar

4.7, 4.3

Vatnslausn af þremur mismunandi efnum, AX, AY og AZ er sýnd á eftirfarandi myndum. Flokkaðu efnin í ramman rafvaka, daufan rafvaka og efni sem er ekki rafvaki.

Svar

4.8.

Myndirnar sýna vatnslausn tveggja mismunandi efna, AX og BY. Eru efnin rammir rafvakar, daufir rafvakar eða ekki rafvakar. Hvor lausnin telur þú að leiði betur rafstraum? Útskýrðu svarið.
Svar

4.12, 4.20

Hver af efnunum:

  1. Ni(OH)2
  2. PbSO4
  3. Ba(NO3)2
  4. AlPO4
  5. AgC2H3O2 eru auðleyst í vatni?
    Svar

4.14, 4.22

Finndu út hvort myndist felling þegar eftirfarandi efnum er blandað saman og ritaðu einnig stillta heildarjónajöfnu fyrir hvörfin sem gerast.

  1. Sn(NO3)2 og NaOH
  2. NaOH og K2SO4
  3. Na2S og Cu(C2H3O2)2
    Svar

4.16, (4.24)

Ritaðu stillta lokajónajöfnu fyrir hvörfin sem eiga sér stað í eftirfarandi tilvikum. Tilgreindu hverjar meðjónir eru í hverju tilviki.

  1. Cr2(SO4)3(aq) + (NH4)2CO3(aq) -->
  2. AgNO3(aq) + K2SO4(aq) -->
  3. Pb(NO3)2(aq) + KOH(aq) -->
    Svar

4.19

Í efnafræðistofu hafa merkimiðar losnað af tveimur flöskum. Í annarri flöskunni er Mg(NO3)2 lausn en Pb(NO3)2 í hinni. Nú þarf að setja réttan miða á flöskurnar. Hvernig geturðu notað þynnta lausn af H2SO4 til að finna hvor miðinn á við hvora flöskuna?
Svar

4.21, 4.31

Hvaða mismunur er á

  1. einróteinda og tvíróteinda sýru,
  2. daufri sýru og rammri sýru,
  3. sýru og basa?
    Svar

4.23,

Flokkaðu eftirtalin efni annaðhvort sem ramma eða daufa sýru eða sem ramman eða daufan basa.

  1. HClO4
  2. HClO2
  3. NH3
  4. Ba(OH)2
    Svar

4.26, 4.36

Vatnslausn af óþekktu efni er prófuð með efnavísi sem sýnir að hún er súr. Lausnin hefur mun minni rafleiðni en NaCl lausn með sama styrk. Hvert af efnunum KOH, NH3, HNO3, KClO2, H3PO3 eða CH3COCH3, sem er aseton, getur óþekkta efnið verið?
Svar

4.28, 4.38

Flokkaðu eftirfarandi vatnslausnir eftir því hvort þær eru ekki rafvakar, daufir rafvakar eða rammir rafvakar.

  1. HBrO
  2. HNO3
  3. KOH
  4. CH3COCH3 aseton
  5. C12H22O11 súkrósi
    Svar

4.30, 4.40

Ritaðu stilltar formúlujöfnur og lokajónajöfnur fyrir eftirfarandi hlutleysingarhvörf:

  1. Ediksýrulausn hlutleyst með lausn af kalínhýdroxíði.
  2. Króm(III)hýdroxíð hvarfast við lausn af saltpéturssýru.
  3. Lausn af hýpóklórsýrlingi hvarfast við vatnslausn af kalsínhýdroxíði.
    Svar

4.31, 4.41

Ritaðu stilltar formúlujöfnur og lokajónajöfnur fyrir eftirfarandi hvörf. Hvaða lofttegund myndast í hvoru tilviki?

  1. Fast kadmínsúlfíð hvarfast við vatnslausn af brennisteinssýru.
  2. Fast magnínkarbónat hvarfast við vatnslausn af perklórsýru.
    Svar

4.33. 4.42

Þar sem oxíðjónin er basísk þá hvarfast málmoxíð greiðlega við sýrur.

  1. Ritaðu lokajónajöfnu hvarfsins:
    FeO(s) + 2HClO4(aq) --> Fe(ClO4)2(aq) + H2O(l).
  2. Notaðu samsvörun við efnin í a)-lið og ritaðu lokajónajöfnu hvarfs milli NiO(s) og vatnslausnar af saltpéturssýru.
    Svar

4.35, 4.45

Skilgreindu hugtökin oxun og afoxun með því að nota annarsvegar a) flutning rafeinda og b) hinsvegar oxunartölur.
Svar

4.37,

Hvar í lotukerfinu eru almennt þeir málmar sem auðveldast er að oxa og hvar eru þeir sem oxast treglegast?
Svar

4.38

Hvers vegna eru platína og gull nefndir eðalmálmar? Hvers vegna eru alkalímálmar og jarðalkalímálmar nefndir virkir málmar?
Svar

4.40, 4.50

Ákvarðaðu oxunartölur frumefnisins sem er tilgreint í eftirfarandi:

  1. Ti í TiO2
  2. Sn í SnCl4
  3. C í C2O42-
  4. N í (NH4)2SO4
  5. N í HNO2
  6. Cr í Cr2O72-
    Svar

4.41, 4.51

Hvaða frumefni oxast og hvert afoxast í eftirfarandi hvörfum:

  1. Ni(s) + Cl2(g) --> NiCl2(s)
  2. 3Fe(NO3)2(aq) + 2Al(s) --> 3Fe(s) + 2Al(NO3)3(aq)
  3. Cl2(aq) + 2NaI(aq) --> I2(aq) + 2NaCl(aq)
  4. PbS(s) + 4H2O2(aq) --> PbSO4(s) + 4H2O(l)?
    Svar

4.42, 4.52

Hver eftirfarandi hvarfa eru oxunar-afoxunarhvörf og hvaða efni oxast og hver afoxast í þeim? Ákvarðaðu fyrir hvörfin, sem ekki eru oxunar- afoxunarhvörf, hvort þau eru fellingarhvörf eða sýru- basahvörf.

  1. Cu(OH)2(s) + 2HNO3(aq) --> Cu(NO3)2(aq) + 2H2O(l)
  2. Fe2O3(s) + 3CO(g) --> 2Fe(s) + 3CO2(g)
  3. Sr(NO3)2(aq) + H2SO4(aq) --> SrSO4(s) + 2HNO3(aq)
  4. 4Zn(s) + 10H+(aq) + 2NO3-(aq) --> 4Zn2+(aq) + N2O(g) + 5H2O(l)
    Svar

4.44, 4.54

Ritaðu stilltar formúlujöfnur og lokajónajöfnur fyrir hvarf:

  1. Saltsýru við nikkel
  2. Brennisteinssýru við járn
  3. Vetnisbrómíðs við magnín
  4. Ediksýru við sink.
    Svar

4.45, (4.56)

Notaðu virkniröðina í töflu 4.5 til að finna út framhald efnahvarfanna:

  1. Al(s) + NiCl2(aq) -->
  2. Ag(s) + Pb(NO3)2(aq) -->
  3. Cr(s) + NiSO4(aq) -->
  4. Mn(s) + HBr(aq) -->
  5. H2(g) + CuCl2(aq) -->
    Svar
4.46, 4.55

4.47, 4.57

Algeng jón kadmíns er Cd2+. Eftirfarandi athuganir eru gerðar.
i) Þegar sinkmálmur er settur í lausn af CdCl2(aq) fellur út kadmín á sinkmálminn.
ii) Ef snifsi af kadmínmálmi er sett í lausn af Ni(NO3)2(aq) fellur út nikkelmálmur.

  1. Ritaðu lokajónajöfnur sem sýna það sem gerist í athugun i og ii.
  2. Hvað upplýsingar gefa athuganirnar um stöðu kadmíns í virkniröðinni?
  3. Hvaða fleiri athuganir mundir þú gera á kadmín til að staðsetja það nákvæmar í virkniröðinni?
    Svar
4.48, 4.58

4.49, 4.59

  1. Er styrkur lausnar eðlisbundinn eða magnbundinn eiginleiki?
  2. Hvaða munur er á 0,50 mólum af HCl og 0,50 M HCl?
    Svar

4.50, 4.60

  1. Þú blandar 500 mL af 0,10 M saltlausn og þegar því er lokið hellist svolítið niður af henni. Breytist styrkur lausnarinnar þegar hellist niður af henni?
  2. Í ákveðnu rúmmáli 0,50 M lausnar eru 4,5 g af salti. Hvaða massi af saltinu er í sama rúmmáli 2,50 M lausnar?
    Svar

4.52. 4.62

  1. Reiknaðu mólstyrk lausnar sem er gerð með því að blanda 0,145 mólum af Na2SO4 í vatn þannig að lausnin verði 750 mL.
  2. Hversu mörg mól af KMnO4 eru í 125 mL 0,0850 M lausnar?
  3. Í hversu mörgum millilítrum af 11,6 M HCl eru 0,255 mól af HCl?
    Svar

4.56, (4.68)

  1. Raðaðu lausnunum, 0,10 M CaCl2, 0,15 M KCl og lausn sem er gerð með því að leysa 0,10 mól af NaCl í vatni þannig að lausnin verði 250 mL, í röð eftir vaxandi styrk Cl- án þess að gera nákvæma útreikninga.
  2. Í íláti eru 40,0 mL af 0,35 M NaCl og í öðru íláti eru 25,0 mL af 0,25 M CaCl2 lausn. Í hvoru ílátinu eru fleiri mól af klóríðjónum?
    Svar

4.58, 4.68

Ákvarðaðu mólstyrk allra jóna í lausnum sem eru gerðar með blöndun:

  1. 20 mL af 0,100 M HCl og 10,0 mL af 0,500 M HCl,
  2. 15,0 mL af 0,300 M Na2SO4 og 10,0 mL af 0,200M KCl,
  3. 3,50 g af NaCl í 50,0 mL af 0,500M CaCl2. Gerðu ráð fyrir að hér verði lokarúmmál 50,0 mL og í liðum a og b varðveitist rúmmálið við blöndunina.
    Svar

4.60, 4.72

  1. Hversu marga millilítra af stofnlausninni 12,0 M HNO3 þarf til að blanda 0,500 L af 0,500 M HNO3?
  2. Ef þú þynnir 25,0 mL af 12,0 M stofnlausninni í 0,500 L hver verður þá styrkur þynntu lausnarinnar?
    Svar

4.62, 4.64

  1. Lýstu hvernig þú blandar 100,0 mL af 0,200 M lausn úr saltinu AgNO3(s).
  2. Lýstu hvernig þú blandar 250 mL af 1,0 M HNO3 úr 6,0 M lausn af HNO3.
    Svar

4.65, 4.77

Hversu mörg grömm af NaCl þarf til að fella út allar silfurjónirnar í 20,0 mL af 0,100 M AgNO3 lausn?
Svar

4.68, 4.80

  1. Hversu marga millilítra af 0,120 M HCl þarf til að hlutleysa 50,0 mL af 0,101 M Ba(OH)2 lausn?
  2. Hversu marga millilítra af 0,125 M H2SO4 þarf til að hlutleysa 0,200 g af NaOH?
  3. Ef 55,8 mL af BaCl2 lausn þarf til að fella út allar súlfatjónirnar í 752 mg sýni af Na2SO4 hver er þá mólstyrkur lausnarinnar?
  4. Ef 42,7 mL af 0,208 M HCl lausn þarf til að hlutleysa Ca(OH)2 lausn hversu mörg grömm af Ca(OH)2 eru þá í lausninni?
    Svar

4.71, 4.83

Sýni af Ca(OH)2(s) er hrært saman við 30°C heitt vatn þar til lausnin er mettuð. 100 mL eru mældir af mettuðu lausninni og títraðir með 0,0500 M HBr lausn. Það þarf 48,8 mL af sýrulausninni til að hlutleysa Ca(OH)2 lausnina. Hver er mólstyrkur Ca(OH)2 í mettuðu lausninni? Hver er leysni Ca(OH)2 í vatni við 30°C gefin sem grömm af Ca(OH)2 í 100 mL af lausn?
Svar

4.73, 4.85

100 mL af 0,200 M KOH er blandað við 200,0 mL af 0,150 M NiSO4 lausn.

  1. Ritaðu stillta lokajónajöfnu fyrir hvarfið sem gerist.
  2. Hvaða efni er botnfallið?
  3. Hvort efnið er takmarkandi?
  4. Hversu mörg grömm er botnfallið?
  5. Hver er styrkur allra jóna í lausninni eftir hvarfið?
    Svar

4.77, 4.90

Myndi hér fyrir neðan sýnir hvarf milli Cd(NO3)2 og Na2S. Hvaða efni fellur út í glasinu? Hvaða jónir verða eftir í lausninni? Ritaðu lokajónajöfnu hvarfsins.

Svar

4.80, 4.93

Efni sem minnka magasýru eru notuð til að lækna væg magasár. Ritaðu lokajónajöfnu fyrir hvörf HCl(aq) í maganum við eftirfarandi efni:

  1. Al(OH)3(s)
  2. Mg(OH)2(s)
  3. MgCO3(s)
  4. NaAl(CO3)(OH)2(s)
  5. CaCO3(s)
    Svar

4.83. 4.96

Notaðu töflu 4.5 til að spá fyrir um hvort eftirfarandi jónir afoxist sjálfkrafa þegar sinkmálmur er settur í lausn af þeim.
Ritaðu lokajónajöfnu þegar hvarf á sér stað.:

  1. Na+(aq)
  2. Pb2+(aq)
  3. Mg2+(aq)
  4. Fe2+(aq)
  5. Cu2+(aq)
  6. Al3+(aq)
    Svar

4.86, 4.98

25,0 mL sýni af 1,00 M KBr lausn er blandað við 75,0 mL af 0,800 M KBr lausn. Lausnin er síðan soðin þannig að rúmmál hennar minnkar í 50,0 mL. Hver er mólstyrkur KBr í lokalausninni?
Svar

4.87. 4.99

Reiknaðu mólstyrk lausna sem eru gerðar með því að blanda:

  1. 50,0 mL af 0,200 M NaCl við 75,0 mL af 0,100 M NaCl,
  2. 24,5 mL af 1,50 M NaOH við 25,5 mL af 0,750 M NaOH, gerðu ráð fyrir að rúmmál lausna varðveitist við blöndununa.
    Svar

4.91, 4.103

Styrkur vetnisperoxíðs í lausn er ákvarðað með því að títra 10,0 mL sýni af því með lausn af permanganati.
Efnahvarfið er:
2MnO4-(aq) + 5H2O2(aq) + 6H+(aq) -->
2Mn2+(aq) + 5O2(g) + 8H2O(l)
Hver er mólstyrkur vetnisperoxíðslausnarinnar ef það þarf 13,5 mL af 0,109 M MnO4- lausn til að ná jafngildipunkti títrunar?
Svar

4.94, 4.106

4.99, 4.111

Í blöndu af þremur söltum er 89,0% NaCl, 1,5% MgCl2 og 8,5% Na2SO4 af massa. Hver verður mólstyrkur Cl- jóna sem er gerð með því að leysa 7,50 g af saltblöndunni í vatni þannig að lausnin verði 500,0 mL?
Svar

4.106, 4.118

Í myndinni Rammir og daufir rafvakar lýsir peran skært þegar í bikarnum er lausn af saltsýru en peran lýsir dauft þegar í bikarnum er lausn af ediksýru.

  1. Ef lausn af efnunum, sem nefnd eru í dæmi 4.3, væru í bikarnum í hvaða tilvikum lýsir peran og þá hversu skært?
  2. Nú eru lausnir af efnunum: i) H2CO3, ii) C2H5OH, iii) NH4Cl, iv) CaF2 og v) HF prófaðar með leiðnitækinu í hvaða tilvikum lýsir peran og þá hversu skært?
    Svar

Vinsamlegast sendið athugasemdir til, bjornbui@mr.is

Réttur HTML 4.01 kóði! Réttur CSS-kóði