Dæmi við 3. kafla
3.5
Stilltu eftirfarandi efnajöfnur:
- SO2(g) + O2(g) --> SO3(g)
- P2O5(s) + H2O(l) --> H3PO4(aq)
- CH4(g) + Cl2(g) --> CCl4(l) + HCl(g)
- Al4C3(s) + H2O(l) --> Al(OH)3(s) + CH4(g)
- C4H10O(l) + O2(g) --> CO2(g) + H2O(g)
- Fe(OH)3(s) + H2SO4(aq) --> Fe2(SO4)3(aq) + H2O(l)
- Mg3N2(s) + H2SO4(aq) --> MgSO4(aq) + (NH4)2SO4(aq)
Svar
3.10
- Hver er formúla efnasambandsins sem myndast þegar málmurinn kalsín hvarfast við málmleysingjann súrefni,
O2? Ritaðu stillta efnajöfnu hvarfsins.
Svar
- Hvaða efnasambönd myndast þegar efni sem í eru frumefnin C, H og O brennur fullkomlega í andrúmslofti?
Ritaðu stillta efnajöfnu fyrir bruna asetons, C3H6O(l), í andrúmslofti.
Svar
3.15
Ákvarðaðu formúlumassa eftirfarandi efnasambanda:
- H2S
- NiCO3
- Mg(C2H3O2)2
- (NH4)2SO4
- Kalínfosfat
- Járn(III)oxíð
- Dífosfórpentasúlfíð Svar
3.17
Reiknaðu hversu mörg prósent massi súrefnis er af massa eftirfarandi efnasambanda:
- SO2
- Natrínsúlfat
- C2H5COOH
- Al(NO3)3
- Ammoníumnítrat Svar
3.20
Reiknaðu hversu mörg prósent massi kolefnis er af massa efnasambandanna sem eftirfarandi líkön eiga að tákna:
Svar
3.21
- Hvernig er tala Avogadros tengd stærðinni mól?
Svar
- Hver eru tengslin á milli formúlumassa og mólmassa efnasambands?
Svar
3.23
Raðaðu eftirfarandi sýnum í röð eftir vaxandi fjölda atóma með því að nota lotukerfið
og atómmassa sem þar er að finna: 0,50 mól H2O, 23 g Na og 6,0·1023 N2 sameindir.
Svar
3.27
Reiknaðu eftirfarandi stærðir:
- Massa 1,73 móla af CaH2 í grömmum.
- Mól (formúlueininga) í 3,25 grömmum af Mg(NO3)2.
- Fjölda sameinda í 0,245 mólum af CH3OH.
- Fjöld vetnisatóma í 0,585 mólum af C4H10.
Svar
3.29
- Hver er massi 2,50 · 10-2 móla af álsúlfati í grömmum?
- Hve mörg mól af klórjónum eru í 0,0750g af álklóríði?
- Hver er massi 7,70 · 1020 sameinda af kaffeini C8H10N4O2 í grömmum?
- Hver er mólmassi kólesteróls ef 0,00105 mól af efninu vegur 0,406g?
Svar
3.30
- Hver er massi 0,0714 móla af járn(III) fosfati í grömmum?
- Hve mörg mól af ammoníumjónum eru í 4,97 g af ammoníumkarbónati?
- Hver er massi 6,52 · 1021 sameinda af aspiríni, C9H8O4 ?
- Hver er mólmassi díazepams (Valíums) ef 0,05570 mól vega 15,86g?
Svar
3.32
Sameindaformula aspartams sem er tilbúið sætuefni og kallast NutraSweet er C14H18N2O5.
- Hver er mólmassi aspartams?
- Hve mörg mól af aspartami eru í 1,00mg af efninu?
- Hve margar sameindir eru í 1,00mg af efninu?
- Hve mörg vetnisatóm eru í 1,00mg af efninu?
Svar
3.34
Í sýni af karlhormóninu testeroni C19H28O2 eru 3,08·1021 atóm af vetni.
- Hve mörg atóm af kolefni eru í sýninu?
- Hve margar sameindir af testeroni eru í sýninu?
- Hve mörg mól af testeroni inniheldur það?
- Hver er massi sýnisins í grömmum?
Svar
3.39
Finndu reynsluformúlu efna sem innihalda:
- 0,013 mól C, 0,039 mól H, og 0,0065 mól O. Svar
- 11,66g járn og 5,01 g súrefni. Svar
- 40,0% C,6,7% H og 53,3% H (massahlutfall). Svar
3.40
Finndu reynsluformúlu efna sem innihalda:
- 0,104 mól K, 0,052 mól C, og 0,156 mól O. Svar
- 5,28g Sn og 3,37g F. Svar
- 87,5% N og 12,5% H (massahlutfall). Svar
3.42
Finndu reynsluformúla efna með eftirfarandi massahlutfall:
- 55,3% K, 14,6% P,og 30,1% O. Svar
- 24,5% Na,14,9% Si og 60,6% F. Svar
- 62,1% C, 5,21% H, 12,1% N og 20,7% O. Svar
3.43
Hver er sameindaformúla eftirfarandi efna?
- Reynsluformúlan efnisins er CH2 og mólmassi 84g/mól.
- Reynsluformúlan efnisins er NH2Cl og mólmassi 51,5g/mól.
Svar
3.47
- Þáttbundinn brennslugreining á tólúen, algengum lífrænum leysi, gefur 5.86 mg af CO2 og 1,37 mg af H2O.
Ef í efnasambandinu eru eingöngu kolefni og vetni, hver er þá reynsluformúla þess?
Svar
- Í mentóli eru frumefnin C, H og O. 0,1005 g af mentóli er brennt,
við það myndast 0,2829 g af CO2 og 0,1159 g af H2O.
Hver er reynsluformúla fyrir mentól? Ef efnasambandið hefur mólmassa 156 g/mól hver er sameindarformúlan?
Svar
3.50
Epsom sölt eru notuð í dýralækningum sem hægðalosandi lyf. Epsom salt eru hýdrat,
sem þýðir að ákveðinn fjöldi vatnssameinda er bundinn í kristalgrind þess.
Efnaformúla Epsom salts má rita sem MgSO4 · xH2O, þar sem x er fjöldi
vatnsmóla á hvert mól af MgSO4.
Þegar 5,061g af þessu hýdrati er hitað að 250°C,
tapast allt vatnið úr kristalgrindinni og skilur eftir sig 2,472 g af MgSO4.
Hvað er gildið á x.
Svar
3.56
Við gerjun glúkósa, C6H12O6, myndast etanól, C2H5OH og CO2 :
C6H12O6(aq) --> 2 C2H5OH(aq) + 2 CO2(g)
- Hversu mörg mól að CO2 myndast þegar 0,400 mól af C6H12O6 hvarfast?
- Hversu mörg grömm þarf af C6H12O6 til að mynda 7,50 g af C2H5OH?
- Hversu mörg grömm af CO2 myndast þegar 7,50 g af C2H5OH myndast?
Svar
Hlutföll í efnahvarfi
3.59
Loftpúðar blásast upp þegar natrínazíð, NaN3, sundrast í frumefni sín:
2 NaN3(s) --> 2Na(s) + 3N2(g)
- Hversu mörg mól af N2 myndast við sundrun 2,50 móla af NaN3?
- Hversu mörg grömm af NaN3 þarf til að mynda 6,00 g af niturgasi?
- Hversu mörg grömm af NaN3 þarf til að mynda 0,30 m3 af niturgasi ef gasið hefur eðlismassann 1,25 g/L?
Svar
3.67
Reiðhjólaframleiðandi hefur 4250 dekk, 2755 stell, og 2255 stýri.
- Hversu mörg reiðhjól getur hann framleitt með því að nota þessa parta?
- Hversu margir hlutir eru afgangs af hverri gerð?
- Hvaða partur takmarkar framleiðsluna?
3.69
Natrínhydroxíð hvarfast við koldíoxíð á eftirfarandi máta:
2 NaOH(s) + CO2(g) ---> Na2CO3(s) + H2O(l)
Hvaða hvarfefni er takmarkandi þegar 1,70 mól af NaOH og 1.00 mól af CO2 eru látin hvarfast?
Hversu mörg mól af Na2CO3 geta myndast?
Hversu mörg mól eru afgangs af umfram hvarfefni þegar efnahvarfinu er lokið?
Svar
3.71
Froðan, sem myndast þegar Alka-Seltzer tafla er leyst upp í vatni,
er vegna hvarfsins á milli natrínvetniskarbónats, NaHCO3, og sítrónusýru, H3C6H5O7:
3 NaHCO3(aq) + H3C6H5O7(aq) --> 3 CO2(g) + 3 H2O(l) + Na3C6H5O7(aq)
Í tilraun var 1,00 g af natrínvetniskarbónati og 1,00 g af sítrónusýru látið hvarfast saman
- Hvort hvarfefnið er takmarkandi.
- Hversu mörg grömm af koldíoxíði myndast?
- Eftir að annað hvarfefnið hefur klárast hversu mörg grömm eru þá eftir af hinu hvarfefninu?
Svar
3.75
Þegar benzene, C6H6, hvarfast við bróm, Br2, myndast brómóbenzen, C6H5Br
C6H6 + Br2 --> C6H5Br +HBr
- Hver er fræðileg nýtni þessa hvarfs þegar 30,0 g af benzeni hvarfast við 65,0 g af brómi.
- Ef raunverulega nýtnin væri ekki nema 56,7 g, hver er þá nýtnin í prósentum?
Svar
3.76
Þegar etan, C2H6, hvarfast við klór, Cl2, er C2H5Cl,
aðalmyndefnið, þó að smávegis af öðrum klórberandi efnum s.s. C2H4Cl2 myndist
einnig. Myndun þessara aukaefna dregur úr heimtum C2H5Cl.
- Notaðu massa hvarfefna sem gefinn er í b-lið og reiknaðu fræðilegar heimtur C2H5Cl ef gert er ráð fyrir að C2H6 og Cl2 hvarfist og myndi einungis C2H5Cl og HCl.
- Reiknaðu hlutfallsheimtur C2H5Cl (í %) ef í hvarfi 125 g af C2H6 og 255 g af Cl2 myndast 206 g af C2H5Cl.
Svar
3.77
Litín og nitur hvarfast og mynda litínnítríð samkvæmt:
6Li(s) + N2(g) --> 2Li3N(s).
Ef 5,00 g eru af hvoru hvarfefni og heimtur eru 80,5 %, hversu mörg grömm af Li3N(s) myndast þá?
Svar
3.78
Þegar vetnissúlfíðgas er leitt í lausn af natrínhýdroxíði, myndast natínsúlfíð og vatn.
Hversu mörg grömm af natrínsúlfíði myndast ef 2,00 g af vetnissúlfíði eru leidd í lausn sem í eru 2,00 g af natrínhýdroxíði,
ef gert er ráð fyrir að heimtur natrínsúlfíðs séu 92,0%? Svar
3.83
Verið er að rannsaka mjög smáa kristalla til notkunar í rafeindabúnaði.
Þeir eru kallaðir "skammtapunktar" (e. quantum dots) og í þeim eru 1000 til 100.000 atóm.
- Reiknaðu massa (í grömmum) skammtapunkts úr 100.000 atómum af kísil.
Svar
- Ef kísillinn í skammtapunktinum hefur eðlismassann 2,3 g/cm3, hvert er þá rúmmál skammtapunktsins?
Svar
- Ef gert er ráð fyrir að skammtapunktarnir séu teningslaga, hver er þá kantlengd teningsins?
Svar
3.86
Vanillín, sem er aðalbragðefni vanillu, inniheldur frumefnin C, H og O.
Þegar 1,05 g af vanillíni eru fullkomlega brunnin, hafa myndast 2,43 g af CO2 og 0,50 g af H2O.
Hver er reynsluformúla vanillíns?
Svar
3.89
Frumefnið X myndar joðíð, XI3, og klóríð, XCl3. Joðíðið breytist svo í klóríð ef það er hitað í klóri:
2XI3 + 3Cl2 --> 2XCl3 + 3I2.
Ef 0,5000 g af XI3 eru hituð í klóri, myndast 0,2360 g af XCl3.
- Reikaðu atómmassa frumefnisins X.
- Hvert er frumefnið X?
Svar
3.91
Í efnaverksmiðju er notuð raforka til að sundra NaCl vatnslausn í Cl2, H2 og NaOH:
2NaCl(aq) + 2H2O(l) --> 2NaOH(aq) + H2(g) + Cl2(g).
Ef verksmiðjan framleiðir 1,5 · 106 kg af Cl2 daglega, hversu mikið er þá framleitt af NaOH og H2?
3.94
Blanda af N2(g) og H2(g) hvarfast í lokuðu íláti og myndar ammoníak, NH3(g).
Hvarfið stöðvast áður en annað hvort hvarfefnið hefur klárast en þá eru í ílátinu 2,0 mól af N2(g),
2,0 mól af H2(g) og 2,0 mól af NH3(g). Hversu mörg mól voru upphaflega af N2(g) og H2(g) í ílátinu?
Svar
3.96
Þegar kveikt er í blöndu sem er 10,0 g af etyni (C2H2) og 10,0 g af súrefni, O2, myndast í brunanum CO2 og H2O.
- Ritaðu stillta efnajöfnu fyrir hvarfið.
- Hvort hvarfefna er takamarkandi efnið?
- Hve mörg grömm af C2H2, O2, CO2 og H2O eru til staðar eftir hvarfið?
Svar
3.97
Aspirín, C9H8O4, er myndað úr salisýlsýru, C7H6O3, og ediksýruanhydríði, C4H6O3, samkvæmt efnajönunni:
C7H6O3 + C4H6O3 --> C9H8O4 + HC2H3O2
- Hve mikið þarf af salisýlsýru til þess að framleiða 1,5·102 kg af aspiríni ef gert er ráð
fyrir að salisýlsýran nýtist að fullu?
Svar
- Hve mikið magn af salisýlsýru þyrfti ef aðeins 80% af sýrunni nýttist til framleiðslu á aspiríni?
Svar
- Hverjar eru fræðilegar heimtur aspiríns í kg ef 186 kg af salisýlsýru eru látin hvarfast við 125 kg af ediksýruanhydríði?
- Ef við aðstæður eins og lýst er í c-lið myndast 182 kg af aspiríni hver er þá nýtnin?
Svar c) og d)
3.99
- Þú færð í hendur teningslaga silfurmola sem er með 1,000 cm kantlngd. Eðlismassi silfurs er 10,49 g/cm3. Hve mörg silfuratóm eru í molanum?
- Silfuratómin fylla rými teningsins sem nemur 74% af heildarrými hans. Reiknaðu rúmmál silfuratóms.
- Notaðu rúmmál silfuratóms og formúluna fyrir rúmmál kúlu til þess að reikna radíus silfuratóms í nm.
3.100
Bifreið er ekið 200 km og ekur hún 15,4 km/L af eldsneyti, hve mörg kg af CO2 myndast?
Gera má ráð fyrir að eldneytið sé oktan, C8H18(l), með eðlismassann 0,69 g/mL.
3.104
- Stilltu efnajöfnurnar þrjár sem sýndar eru í kafla 3.1 (Balancing Equations activity)
- Ef þú margfaldar hvern stuðul í stilltu oxunarhvarfi Fe2O3 með sömu tölu verður efnajafnan eftir sem áður stillt?
- Verður jafnan stillt ef þú setur hvern stuðul í annað veldi.
- Hverjir verða stuðlar í stilltri efnajöfnu ef myndaðist kolmónoxíð í stað koldíoxíð?
3.106
Hafðu í huga hvarf sinkmálms við saltsýru sem sýnt er í kvikmyndinni um takmarkandi þátt í efnahvarfi (Limiting Reagents, 3.7)
- Hvort efnið er takmarkandi ef 100 mg af Zn væri blandað við 2,0·10-3 mól af HCl?
- Hversu margir lítrar af vetnisgasi myndaðist við hvarfið?
- Með hliðsjón af tilrauninni í kvikmyndinni, hvers vegna er mikilvægt að vetnisgasið hafi litla leysni í vatni?
3.107
Ritaðu stillta efnajöfnu og segðu til um massa myndefna og massa hvarfefna sem eftir verða í lok hvarfs.
Notaðu eftirfarandi blöndur og hermilíkanið (Limiting Reagents, Stoichiometry simulation, kafli 3.7):
- 50 g af Pb(NO3)2 og 55 g af K2CrO4 og myndun PbCrO4 og KNO3
- 150 g af FeCl2 og 125 g af Na2S og myndun FeS og NaCl
- 96 g af Ca(NO3)2 og 62 g af Na2CO3 og myndun CaCO3 og NaNO3
3.108
- Í hvarfinu milli FeCl3 og NaOH myndast Fe(OH)3 og NaCl. Hver þarf
massi NaOH að vera svo 50 g af járn(III)klóríði hvarfist að fullu?
- Notaðu hermilíkanið (Limiting Reagents, Stoichiometry simulation, kafli 3.7)
og blandaðu 50 g af FeCl3 við NaOH. Reyndu að nálgast það magn af NaOH sem þarf til að hvarfast við FeCl3 þannig að allt FeCl3 klárist.
Hve mikið af NaOH verður eftir?