Dæmi við 10. kafla
Fyrra númerið við dæmin á við 9. útgáfu bókarinnar en það seinna á við 10. útgáfu.
10.1, 10.9
Hvaða munur er á eftirfarandi stærðum og eiginleikum hjá gastegund og vökva?
- Eðlismassa
- Hæfileika til að breyta rúmmáli.
- Hversu vel efnin blandast við efni í sama ástandi og mynda einsleita blöndu.
Svar
10.3
Tveir jafnþungir menn standa á gólfi. Annar stendur í báða fætur en hinn á öðrum fæti.
- Er mismunur á kröftunum sem verka frá þeim á gólfið?
- Er mismunur á þrýstingnum sem þeir verka með á gólfið?
Svar
10.4
Kvikasilfurloftvog er í Denver sem er í 5000 feta hæð yfir sjávarmáli og önnur er í Los Angeles í 132 feta hæð yfir sjávarmáli.
Útskýrðu hvers vegna kvikasilfrið er lægra í loftvoginni í Denver en í loftvoginni í Los Angeles.
Svar
10.5, 10.13
- Hversu há þarf vatnssúla að vera til að gefa sama þrýsting og 760 mmHg?
Eðlismassi vatns er 1,0 g/mL en eðlismassi kvikasilfurs er 13,6 g/mL.
- Hvaða þrýstingur verkar á kafara sem er á 11 m dýpi í vatni þegar
loftþrýstingur við yfirborð er 0,95 atm? Tafla Svar
10.9, 10.17
Meðalloftþrýstingur á toppi Mount Everest er 265 torr. Umreiknaðu þrýstinginn í einingarnar:
- atm
- mmHg
- paskal
- bör
Svar
10.10, 10.18
Umreiknaðu eftirfarandi:
- 2,44 atm í torr
- 682 torr í kílópaskal
- 776 mmHg í loftþyngdir
- 1,456·105 Pa í loftþyngdir
- 3,44 atm í bör
Svar
10.14
Bókahilla stendur á tveimur uppistöðum og er endi hvorrar uppistöðu er 2,2 cm · 30 cm.
Heildarmassi er 262 kg. Reiknaðu þrýstinginn í paskal sem hillan þrýstir á gólfið.
Svar
10.15, 10.21
Loftþrýstingur er 0,975 atm. Hver er þrýstingur innilukta loftsins í hverju eftirfarandi tilviki?
Svar
10.17, 10.23
Gas við 300 K og 1,0 atm er innilukt í bullustrokki eins og myndin sýnir.
- Teiknaðu inn á myndina breytinguna sem verður á bullunni ef hiti er hækkaður í 500 K þegar þrýstingi er haldið óbreyttum.
- Teiknaðu breytinguna sem verður á bullunni ef hitanum er haldið við 500 K
en þrýstingurinn er aukinn úr 1,0 atm í 2,0 atm með því að breyta rúmmálinu.
Svar
10.19, 10.25
Ákveðið magn af gasi er í 10,3 L íláti við 23°C og 748 torr þrýsting.
- Hvert verður rúmmál gassins ef þrýstingurinn er aukinn í 1,88 atm án þess að hiti breytist.
- Nú er hiti 10,3 L ílátsins aukinn í 165°C án þess að þrýstingur breytist úr 748 torrum. Hvert verður þá rúmmál
gassins?Svar
10.27, (10.32)
Reiknaðu eftirtaldar stærðir fyrir kjörgas:
- Rúmmál gass í lítrum ef 2,46 mól eru af því við 1,28 atm þrýsting og -6°C.
- Hita 135 mL gass á kelvín sem er 4,79·10-2 mól og við 720 torr þrýsting.
- Þrýsting 5,52·10-2 móla af gasi sem er 413 mL við 88°C.
- Mól 88,4 L af gasi við 54°C og 9,84 kPa þrýsting.Svar
10.29, 10.33
Hindenburg var loftskip fyllt af vetni en það sprakk árið 1937.
Hversu mörg kílógrömm að vetni voru í loftskipinu ef rúmmál þess var 2,0·105 m3 við 23°C og 1,0 atm þrýsting?
Svar
10.32
Í 456 mL úðabrúsa eru 3,18 g af própani, C3H8.
- Hver er þrýstingurinn í brúsanum ef hitinn er 23°C? Svar
- Hvert er rúmmál própangassins við STP? Svar
- Gefið er að brúsinn geti sprungið ef hitinn fer yfir 55°C. Hver er þá þrýstingurinn í brúsanum?
Svar
10.33, (10.39)
Algengt er að nota klór til sótthreinsunar á vatni. Sýni af klórgasi er 9,22 L við 1124 torr þrýsting og 24°C.
- Hversu mörg grömm að klóri eru í sýninu? Svar
- Hvert er rúmmál klórsins við STP? Svar
- Við hvaða hita verður gasið 15,00 L ef þrýstingur þess er 8,76·102 torr?
Svar
- Við hvaða þrýsting verður rúmmálið 6,00 L ef hitinn er 58°C?
Svar
10.34, (10.40)
Margar gastegundir eru fluttar í kútum undir miklum þrýstingi. Í 68,0 L stálkúti er súrefni við 15900 kPa og 23°C.
- Hvað vegur súrefnið í kútnum? Svar
- Hvert væri rúmmál súrefnisins við STP? Svar
- Við hvaða hita væri þrýstingurinn í kútnum 170 atm? Svar
- Hver væri þrýstingurinn í kPa ef súrefnið væri sett í 52,6 L kút við 24°C?
Svar
10.37, 10.34
Útskýrðu hver eftirfarandi gastegunda hefur mestan eðlismassa við 1,00 atm og 298 K?
- CO2
- N2O
- Cl2
Svar
10.38, (10.44)
Útskýrðu hver eftirfarandi gastegunda hefur minnstan eðlismassa við 1,00 atm og 298 K?
- SO3
- HCl
- CO2
Svar
10.40, (10.47)
Hver eftirfarandi fullyrðinga útskýrir
best hvers vegna nitur hefur minni eðlismassa en Xe ef báðar lofttegundirnar eru mældar við STP?
- Þar sem Xe er eðalgas þá hafa Xe atómin minni tilhneigingu til að hrinda hvert öðru frá sér svo þau pakkast betur í gasástandi.
- Xe atóm hafa meiri massa en N2 sameindir og vegna þess að báðar lofttegundirnar hafa sama fjölda sameinda í ákveðnu rúmmáli við STP þá er eðlismassi Xe meiri.
- Xe atómin eru stærri en N2 sameindirnar og taka stærri hluta af rúmmáli gassins.
- Vegna þess að Xe atómin eru mun þyngri en N2 sameindirnar hreyfast þau hægar og mynda þess vegna minni kraft upp á við í ílátinu og þar með verkar Xe gasið þéttara í sér.
Svar
10.41, 10.47
- Reiknaðu eðlismassa NO2 gass við 0,970 atm þrýsting og 35°C. Svar
- Reiknaðu mólmassa gastegundar ef eðlismassi hennar er 6,345 g/L við 22°C og 743 torr.
Svar
10.46, (10.52)
Kalsínhýdríð; CaH2, hvarfast við vatn og myndar vetnisgas:
CaH2(s) + 2H2O(l) --> Ca(OH)2(aq) + 2H2(g)
Þetta hvarf er stundum notað til að blása upp björgunarvesti, veðurbelgi og annað þess háttar þar
sem þörf er á vetni á einfaldan hátt. Hversu mörg grömm af CaH2 þarf til að mynda 64,5 L af H2(g) við 814 torr og 32°C?
Svar
10.47
Ammoníumsúlfat, sem er algengur plöntuáburður, má framleiða með efnahvarfi ammoníaks og brennisteinssýru:
2NH3(g) + H2SO4(aq) --> (NH4)2SO4(aq)
Reiknaðu rúmmál af NH3(g) við 42°C og 15,6 atm sem þarf til að hvarfast við 87 kg af H2SO4.
Svar
10.49, 10.55
Við hvarf sinks við brennisteinssýru myndast vetni:
Zn(s) + H2SO4(aq) --> ZnSO4(aq) + H2(g)
Hversu mörg grömm af sinki hvörfuðust ef 159 mL af H2 var safnað yfir vatni við 24°C og 738 torr þrýsting.
Mettunarþrýsting vatns er að finna í "Appendix B" í námsbók.
Svar
10.51, 10.57
Athugaðu eftirfarandi mynd.
- Hvernig breytist rúmmálið sem N2 er í þegar kraninn á milli ílátanna er opnaður þannig að gastegundirnar blandist?
Hver verður hlutþrýstingur niturs eftir blöndunina? Svar
- Hvernig breytist rúmmálið sem O2 er í þegar kraninn á milli ílátanna er opnaður þannig að gastegundirnar blandist?
Hver verður hlutþrýstingur súrefnis eftir blöndunina? Svar
- Hver verður heildarþrýstingurinn í ílátinu eftir lofttegundirnar hafa blandast?
Svar
10.53, 10.59
Í 7,00 L íláti við 25°C er blanda af 0,538 mólum af He(g), 0,315 mólum af Ne(g)
og 0,103 mólum af Ar(g).
- Reiknaðu hlutþrýsting hverrar lofttegundar í blöndunni. Svar
- Reiknaðu heildarþrýstinginn í blöndunni.
Svar